FASTEIGNAÞRÓUN
INNOV hefur mikla reynslu í þróun fasteigna frá hugmyndastigi að fullbúnum eignum. Styrkur INNOV liggur í reynslu og tengslaneti teymisins sem hefur í gegnum tíðina átt í samstarfi við mikin fjölda arkitekta, verkfræðinga og verktaka.
Mikilvægt til árangurs er að velja samstarfsaðila sem henta hverju verkefni fyrir sig en samsetning getur verið ólík milli verkefna. Í því liggur sérstaða og styrkur INNOV.
GRÆNT HÚSNÆÐI
INNOV sérhæfir sig í uppbyggingu vistvænna mannvirkja þar sem kappkostað er að draga úr neikvæðum áhrifum á loftslag og umhverfi. Horft er heildrænt á sjálfbærni og lögð áhersla á að fagurfræði, tækni og notagildi haldist þétt í hendur.
Hvort sem stefnt er að Svansvottun, vottun samkvæmt BREEAM eða vistvænni hönnun án vottunar er INNOV með grænar lausnir, nýja hugsun og hugmyndir.