TEYMIÐ

INNOV er metnaðarfullt fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í þróun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.
Félagið helur á að skipa reynslumiklu teymi með stórt tengslanet og lögð er áhersla á samstarf við öfluga aðila á sviði framkvæmda og hönnunar.

Jón Ragnar Magnússon
Framkvæmdastjóri INNOV

Jón er tæknifræðingur B.Sc. frá Háskóla Reykjavíkur 2009. Hann hefur 15 ára starfsreynslu af verkefna- og teymisstjórn byggingaframkvæmda.

Meðal verkefna sem Jón hefur stýrt er þróun og uppbygging Hljómalindar- og Brynjureitar í miðbæ Reykjavíkur þar sem byggðar voru íbúðir, hótel, veitinga- og verslunarrými.

Jón hefur einnig stýrt uppbyggingu vistvænna verkefna s.s. hverfamiðstöð fyrir Reykjavíkurborg, Lava centre á
Hvolsvellli og Fontana á Laugarvatni.​

Áður starfaði Jón hjá Þingvangi, Verkfræðistofu Suðurlands og Húsbygg ehf þar sem hann stýrði m.a. umfangsmikilli og flókinni byggingu Aflþynnuverksmiðju TDK í Eyjarfirði. Einnig hefur Jón stýrt byggingu fjölda íbúða, tónlistarskóla og atvinnuhúsnæðis.

Hera Grímsdóttir
Stjórnarformaður INNOV

Hera er með mastersgráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

Frá 2018 hefur Hera verið forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík en var áður sviðstjóri byggingarsvið við tækni- og verkfræðideild skólans. Hera hefur mikla reynslu af stjórnun og verkefnisstjórnun í flóknum verkefnum en hún starfaði áður hjá verkfræðistofunni EFLU, fyrst á á orkusviði og síðar framkvæmdasviði. Árin 2011-2015 stýrði hún alþjóðlegum hátækni verkefnum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Þá hefur Hera kennt m.a. verkefnisstjórnun og tölfræði hjá HR og í Opna háskólanum til fjölda ára. Hún situr jafnframt í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís.

Björn Traustason
Ráðgjafi stjórnar

Björn er iðnfræðingur og með MBA gráðu frá Háskóla íslands.

Frá 2016 hefur Björn starfað sem framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags og hafði umsjón með stofnun þess. Hann hefur stýrt allri uppbyggingu félagsins en Bjarg hefur hannað, fullbyggt og þróað tæplega 1000 íbúðir sl. ár. Nánari upplýsingar um verkefni Bjargs eru hér

Áður starfaði Björn sem framkvæmdastjóri eignaumsýslufélags Íslandsbanka þar sem hann stýrði endurskipulagningar verkefnum m.a. hjá Steypustöðinni og eignahaldsfélaginu Fasteign. Björn sá um stofnun og uppbyggingu Fastengis fasteignafélags sem var í eigu Íslandsbanka. Fastengi var selt til Regins 2015 en fasteignasafn félagsins samanstóð þá af þróunarverkefnum og 62.000 m2 fermetrum í atvinnuhúsnæði.

Þá hefur Björn mikla reynslu af byggingaframkvæmdum en hann var framkvæmdastjóri Húsbygg byggingaverktaka á árunum 2004 – 2010 en á þeim tíma byggði félagið fjölda íbúða, atvinnuhúsnæði m.a. fyrir Krónuna, BYKO, World Class og TDK, grunnskóla, leikskóla og íþróttahús.

Björn veitir stjórnendum INNOV ráðgjöf.

Skuldbinding

INNOV starfar eftir heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna með sérstaka áherslu á atriði sem snúa að þróun og uppbyggingu byggðar.

Innleiða hringrásarhugsun til að tryggja að nýting auðlinda fari ekki yfir þolmörk náttúrunnar.

Minni úrgangur, aukin endurvinnsla og endurnýting.

Aukinni framleiðni með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun.

Traustir innviðir, sjálfbærir og sveigjanlegir.

Rannsóknir efldar og tæknigeta atvinnugreinarinnar.

Þáttaka í skipulagsmálum og samkomulagi um sjálfbærni.