INNOV

INNOV er metnaðarfullt fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í þróun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.

Lögð er áhersla á að nota lausnir sem henta fyrir hvert verkefni, velja viðeigandi samstarfsaðila ásamt því að nýta byggingarefni og aðferðir sem eiga best við hverju sinni.

FASTEIGNAÞRÓUN

INNOV hefur mikla reynslu í þróun fasteigna frá hugmyndastigi að fullbúnum eignum. Styrkur INNOV liggur í reynslu og tengslaneti teymisins sem hefur í gegnum tíðina átt í samstarfi við mikin fjölda arkitekta, verkfræðinga og verktaka.

Mikilvægt til árangurs er að velja samstarfsaðila sem henta hverju verkefni fyrir sig en samsetning getur verið ólík milli verkefna. Í því liggur sérstaða og styrkur INNOV.

SKOÐA

FJÁRMÖGNUN FASTEIGNAVERKEFNA

INNOV í aðstoðar viðskiptavini við fjármögnun og lántöku fasteignaverkefna.

– Gerð viðskiptaáætlana

– Öflun hlutafjár

– Framkvæmdafjármögnun

– Græn framkvæmdafjármögnun

SKOÐA

GRÆNT HÚSNÆÐI

INNOV sérhæfir sig í uppbyggingu vistvænna mannvirkja þar sem kappkostað er að draga úr neikvæðum áhrifum á loftslag og umhverfi. Horft er heildrænt á sjálfbærni og lögð áhersla á að fagurfræði, tækni og notagildi haldist þétt í hendur.

Hvort sem stefnt er að Svansvottun, vottun samkvæmt BREEAM eða vistvænni hönnun án vottunar er INNOV með grænar lausnir, nýja hugsun og hugmyndir.

SKOÐA

SKIPULAGSMÁL

INNOV sér gerð deiliskipulags á óskipulögðum svæðum sem og breytingar á áður skipulögðum reitum.

INNOV gerir þarfagreiningu, velur og stýrir samstarfi við hönnuði verkefnisins en val á réttum samstarfsaðilum er mjög mikilvægt til að ná markmiðum.

SKOÐA

HAGKVÆMT HÚSNÆÐI

INNOV aðstoðar við þróun hagkvæms íbúðarhúsnæðis hvort sem horft er til leiguhúsnæðis, íbúða fyrir fyrstu kaupendur eða almennan markað.

Unnið er með hakvæmni í byggingarformi og skipulagi án þess að fórna gæðum húsnæðisins.

SKOÐA